Handbolti

Hassan Moustafa endurkjörinn forseti Alþjóða handknattleikssambandsins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Guðmundur dró framboð sitt til baka á sínum tíma.
Guðmundur dró framboð sitt til baka á sínum tíma. Mynd/E.Stefán

Egyptinn Hassan Moustafa fékk 115 af 142 atkvæðum til forseta Alþjóða handknattleikssambandsins. Kjörið fór fram á aðalfundi samtakanna í Egyptalandi, heimalandi Moustafa, en mótframbjóðandi hans var Jean Kaiser frá Lúxemburg.

Guðmundur Ágúst Ingvarsson bauð sig einnig fram en hann dró framboð sitt til baka. Guðmundur sagði í samtali við Vísi þegar hann dró framboð sitt til baka að hann vildi fá nýjan mann í starf forsetans.

"Ég hefði gjarnan viljað sjá breytta forystu í sambandinu en stundum verður maður að taka ákvarðanir sem manni líkar ekki endilega við - maður þarf að horfast í augu við raunveruleikann og taka því sem að höndum ber," sagði Guðmundur.

Moustafa er umdeildur og frekar óvinsæll meðal Evrópuþjóða. Hann hefur verið forseti frá árinu 2000 og getur nú setið til ársins 2013.

Sjá einnig:

Guðmundur Ágúst: Þurfti að horfast í augu við raunveruleikann








Fleiri fréttir

Sjá meira


×