Fisichella vandræðalegur eftir klessukeyrslu 13. september 2009 07:14 Giancarlo Fisichella var hinn vandræðalegasti eftir að hafa klesst Ferrari bíl á æfingu fyrir tímatökuna í gær. mynd: Getty Images Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag. Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag.
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira