KA stöðvaði sigurgöngu Selfoss í 1. deild karla með 2-0 sigri í leik liðanna á Akureyrarvellinum í dag. Það voru þeir Bjarni Pálmason og David Disztl sem skoruðu mörk KA.
Selfoss hefði getað náð átta stiga forskoti á toppnum með sigri en KA er nú sex stigum á eftir Selfyssingum eftir þennan leik.
Bjarni Pálmason skoraði sitt mark strax á 12. mínútu leiksins en mark David Disztl kom 14 mínútum fyrir leikslok.
Það urðu einnig nokkuð óvænt úrslit í Mosfellsbænum þegar heimamenn í Aftureldingu unnu Fjarðabyggð 3-2 en Austfirðingar hefðu getað minnkað forskot Selfoss niður í fjögur stig.