Umfjöllun: Haukasigur á lánlausum Frömurum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2009 21:18 Sigurbergur Sveinsson var öflugur í kvöld. Mynd/Anton Haukar sáu til þess að Fram er enn án stiga í N1-deild karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Haukar unnu Fram í Safamýrinni, 34-32. Framarar náðu að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik en Haukar reyndust sterkari á lokakaflanum eftir æsispennandi lokamínútur. Bæði lið tóku þátt í Evrópukeppninni um síðustu helgi og bar byrjun leiksins þess merki. Sóknarleikur beggja liða var nokkuð tilviljunarkenndur og talsvert vantaði upp á markvörslu og varnarleik. En eftir að hafa hrist af sér slenið var allt annað að sjá til liðanna í sókninni. Sér í lagi voru Haukar atkvæðamiklir og náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Forystan var þó aldrei meiri en fjögur mörk eftir að Haukar náðu að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Staðan var þá 19-15. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri lauk. Leikurinn var mjög hraður og sóknarleikurinn í fyrirrúmi. Varnarleikur liðanna var ekki glæsilegur og bæði lið færðu sér það í nyt. Markvarslan hafði þar að auki ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir en skyndilega tók Magnús Erlendsson, einn þriggja markvarða Fram í leiknum, til sinna mála og varði nokku afar mikilvæg skot. Framarar höfðu brúað bilið jafnt og þétt eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og markvarsla Magnúsar gerði þeim kleift að byggja upp forystu. Á þessum tíma gekk hvorki né rak í sóknarleik Hauka. Það var aðeins Stefáni Rafni Sigurmannssyni að þakka að Framarar stungu ekki endanlega af en hann var eini Haukamaðurinn sem skoraði á rúmlega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Síðasti stundarfjórðungurinn í leiknum var æsispennandi og stórskemmtilegur. Framarar skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 29-26 forystu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Þeir héldu forystunni í nokkrar mínútur enn og útlitið var bjart. En þá fór Birkir Ívar Guðmundsson að verja í marki Haukanna og Sigurbergur Sveinsson tók af skarið í sókninni. Hann skoraði þrjú í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 30-29. Stefán Rafn skoraði næstu tvö en Framarar héldu þó frumkvæðinu og voru yfir, 32-31, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Framarar náðu hins vegar aðeins einu skoti að marki Haukanna eftir þetta. Sóknarmistök og -brot gerðu það að verkum að Haukar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og fögnuðu góðum sigri. Sjö mínútum fyrir leikslok fór Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, augljóslega í andlit Sigurbergs Sveinssonar þegar sá síðarnefndi var að koma sér í skotstöðu. Um augljóst rautt spjald var að ræða en einhverra hluta vegna ákváðu dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, að dæma ekki neitt. Þeir áttu þess fyrir utan ágætan leik.Fram - Haukar 32 - 34Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 8 (15), Andri Berg Haraldsson 7 (14/1), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Arnar Birkir Hálfdánarson 5/2 (6/2), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Hákon Stefánsson 2 (3), Halldór Jóhann Sigfússon (3/1).Varin skot: Magnús Erlendsson 14/1 (37/3, 38%), Sigurður Örn Arnarson 3 (13/2, 23%), Zoltan Majeri 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 6 (Haraldur 3, Arnar Birkir 2, Stefán Baldvin 1).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Magnús 1, Stefán Baldvin 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (16/3), Stefán Sigurmannsson 5 (6), Freyr Brynjarsson 4 (5), Björgvin Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 3/3 (3/3), Elías Már Halldórsson 3 (6), Pétur Pálsson 2 (2), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Jónatan Jónsson (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (28/2, 25%), Aron Rafn Edvardsson 4 (15, 27%).Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 2, Elías Már 2, Sigurbergur 1, Stefán 1, Björgvin 1).Fiskuð víti: 6 (Pétur 3, Tjörvi 1, Freyr 1, Sigurbergur 1).Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Stefán Rafn með frábæra innkomu Aron Kristjánsson lofaði hinn unga Stefán Rafn Sigurmannsson eftir sigur Hauka á Fram í N1-deild karla í kvöld. 22. október 2009 21:57 Björgvin: Sýndum góðan karakter Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32. 22. október 2009 22:22 Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld. 22. október 2009 22:11 Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Haukar sáu til þess að Fram er enn án stiga í N1-deild karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Haukar unnu Fram í Safamýrinni, 34-32. Framarar náðu að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik en Haukar reyndust sterkari á lokakaflanum eftir æsispennandi lokamínútur. Bæði lið tóku þátt í Evrópukeppninni um síðustu helgi og bar byrjun leiksins þess merki. Sóknarleikur beggja liða var nokkuð tilviljunarkenndur og talsvert vantaði upp á markvörslu og varnarleik. En eftir að hafa hrist af sér slenið var allt annað að sjá til liðanna í sókninni. Sér í lagi voru Haukar atkvæðamiklir og náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Forystan var þó aldrei meiri en fjögur mörk eftir að Haukar náðu að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Staðan var þá 19-15. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri lauk. Leikurinn var mjög hraður og sóknarleikurinn í fyrirrúmi. Varnarleikur liðanna var ekki glæsilegur og bæði lið færðu sér það í nyt. Markvarslan hafði þar að auki ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir en skyndilega tók Magnús Erlendsson, einn þriggja markvarða Fram í leiknum, til sinna mála og varði nokku afar mikilvæg skot. Framarar höfðu brúað bilið jafnt og þétt eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og markvarsla Magnúsar gerði þeim kleift að byggja upp forystu. Á þessum tíma gekk hvorki né rak í sóknarleik Hauka. Það var aðeins Stefáni Rafni Sigurmannssyni að þakka að Framarar stungu ekki endanlega af en hann var eini Haukamaðurinn sem skoraði á rúmlega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Síðasti stundarfjórðungurinn í leiknum var æsispennandi og stórskemmtilegur. Framarar skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 29-26 forystu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Þeir héldu forystunni í nokkrar mínútur enn og útlitið var bjart. En þá fór Birkir Ívar Guðmundsson að verja í marki Haukanna og Sigurbergur Sveinsson tók af skarið í sókninni. Hann skoraði þrjú í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 30-29. Stefán Rafn skoraði næstu tvö en Framarar héldu þó frumkvæðinu og voru yfir, 32-31, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Framarar náðu hins vegar aðeins einu skoti að marki Haukanna eftir þetta. Sóknarmistök og -brot gerðu það að verkum að Haukar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og fögnuðu góðum sigri. Sjö mínútum fyrir leikslok fór Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, augljóslega í andlit Sigurbergs Sveinssonar þegar sá síðarnefndi var að koma sér í skotstöðu. Um augljóst rautt spjald var að ræða en einhverra hluta vegna ákváðu dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, að dæma ekki neitt. Þeir áttu þess fyrir utan ágætan leik.Fram - Haukar 32 - 34Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 8 (15), Andri Berg Haraldsson 7 (14/1), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Arnar Birkir Hálfdánarson 5/2 (6/2), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Hákon Stefánsson 2 (3), Halldór Jóhann Sigfússon (3/1).Varin skot: Magnús Erlendsson 14/1 (37/3, 38%), Sigurður Örn Arnarson 3 (13/2, 23%), Zoltan Majeri 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 6 (Haraldur 3, Arnar Birkir 2, Stefán Baldvin 1).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Magnús 1, Stefán Baldvin 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (16/3), Stefán Sigurmannsson 5 (6), Freyr Brynjarsson 4 (5), Björgvin Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 3/3 (3/3), Elías Már Halldórsson 3 (6), Pétur Pálsson 2 (2), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Jónatan Jónsson (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (28/2, 25%), Aron Rafn Edvardsson 4 (15, 27%).Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 2, Elías Már 2, Sigurbergur 1, Stefán 1, Björgvin 1).Fiskuð víti: 6 (Pétur 3, Tjörvi 1, Freyr 1, Sigurbergur 1).Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Stefán Rafn með frábæra innkomu Aron Kristjánsson lofaði hinn unga Stefán Rafn Sigurmannsson eftir sigur Hauka á Fram í N1-deild karla í kvöld. 22. október 2009 21:57 Björgvin: Sýndum góðan karakter Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32. 22. október 2009 22:22 Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld. 22. október 2009 22:11 Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Aron: Stefán Rafn með frábæra innkomu Aron Kristjánsson lofaði hinn unga Stefán Rafn Sigurmannsson eftir sigur Hauka á Fram í N1-deild karla í kvöld. 22. október 2009 21:57
Björgvin: Sýndum góðan karakter Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32. 22. október 2009 22:22
Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld. 22. október 2009 22:11