Síðustu leikjunum í 32-liða úrslitum VISA bikars karla í fótbolta lauk í gærkvöldi þegar ellefu leikir fóru fram.
Það liggur því ljóst fyrir hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar á mánudaginn.
Athygli vekur að enn eru þrjú 2. deildarlið með í keppninni en það eru Reynir, Víðir og Höttur.
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12.
Félögin sem verða í pottinum eru:
Fjarðabyggð
Þór
Höttur
Reynir S.
Fram
KA
ÍBV
Víðir
KR
Breiðablik
HK
Fylkir
FH
Valur
Grindavík
Keflavík