Njarðvíkingar hafa fengið til sín slóvenskan miðherja að nafni Slovan Memcic. Sá er 26 ára gamall og 210 cm á hæð. Búið er að ganga frá samningi við kappann og á hann að vera klár í slaginn gegn Þór í kvöld eftir því sem fram kemur á heimasíðu Njarðvíkur.

