Gæta þarf orða sinna 21. maí 2009 00:01 Það að vera orðvar er dyggð. Hegðun manns og yfirlýsingar er það sem fólk man og myndar sér skoðanir út frá, um það hvernig einstaklingur maður er. Sem unglingur fannst mér að ég ætti að geta gert það sem mér sýndist án þess að utan að komandi aðstæður stjórnuðu því beint. Þetta finnst unglingum gjarnan. Ég vildi til dæmis ganga í gauðrifnum gallabuxum þó ég væri að afgreiða í verslun og vinnuveitandinn færi fram á snyrtilegan klæðnað. Mér fannst líka sjálfsagt að halda glannalegum og unggæðingslegum skoðunum mínum á lofti hvar sem er, án tillits til annara, og skammast mín núna fyrir margt sem ég lét út úr mér þá. Rétt komin af unglingsárum vann ég líka einn vetur á leikskóla og fór á námskeið ásamt öðru starfsfólki hjá ráðgjafa, sem sagði okkur að starfs okkar vegna mættum við ekki láta sjá okkur drukkin á skemmtistöðum um helgar. Það kæmi illa við foreldra barnanna að sjá þannig til okkar. Ég man að mér fannst þetta full langt gengið á minn rétt, að ég gæti ekki hagað mér eins og mér sýndist þegar ég væri ekki í vinnunni! Þannig er það nú samt að fólk í ákveðnum stöðum samfélagsins verður að gæta orða sinna og æðis ef það vill halda virðingu samborgaranna. Ég skil þetta núna, komin af unglingsárum og orðin ráðsett frú í Reykjavík. Því kom það illa við mig að lesa um feisbókarfærslur sjúkraflutningamanna, slökkviliðsmanna og lögreglumanna á Vísir.is um daginn. Þar tjáðu menn skoðanir sínar á flóttafólki sem leitar hælis á Íslandi. Þetta var vægast sagt ljót lesning þar sem hreinlega var stungið upp á því að skjóta þetta fólk og senda fjölskyldum þeirra reikninginn fyrir byssukúlunni. Ég hef alltaf haldið að þeir sem veljist til starfa við til dæmis sjúkraflutninga eða löggæslu hljóti að hafa sérstaka kosti til að bera. Sterkar taugar, fádæma manngæsku og yfirvegun og sjálfsagt sinna þeir menn sem létu skoðanir sínar þarna í ljós starfi sínu vel alla jafna. Ég get þó ekki gert að því að eftir þennan lestur finndist mér vægast sagt óþægilegt að leita aðstoðar í nauð, hjá mönnum sem vilja láta skjóta fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Það að vera orðvar er dyggð. Hegðun manns og yfirlýsingar er það sem fólk man og myndar sér skoðanir út frá, um það hvernig einstaklingur maður er. Sem unglingur fannst mér að ég ætti að geta gert það sem mér sýndist án þess að utan að komandi aðstæður stjórnuðu því beint. Þetta finnst unglingum gjarnan. Ég vildi til dæmis ganga í gauðrifnum gallabuxum þó ég væri að afgreiða í verslun og vinnuveitandinn færi fram á snyrtilegan klæðnað. Mér fannst líka sjálfsagt að halda glannalegum og unggæðingslegum skoðunum mínum á lofti hvar sem er, án tillits til annara, og skammast mín núna fyrir margt sem ég lét út úr mér þá. Rétt komin af unglingsárum vann ég líka einn vetur á leikskóla og fór á námskeið ásamt öðru starfsfólki hjá ráðgjafa, sem sagði okkur að starfs okkar vegna mættum við ekki láta sjá okkur drukkin á skemmtistöðum um helgar. Það kæmi illa við foreldra barnanna að sjá þannig til okkar. Ég man að mér fannst þetta full langt gengið á minn rétt, að ég gæti ekki hagað mér eins og mér sýndist þegar ég væri ekki í vinnunni! Þannig er það nú samt að fólk í ákveðnum stöðum samfélagsins verður að gæta orða sinna og æðis ef það vill halda virðingu samborgaranna. Ég skil þetta núna, komin af unglingsárum og orðin ráðsett frú í Reykjavík. Því kom það illa við mig að lesa um feisbókarfærslur sjúkraflutningamanna, slökkviliðsmanna og lögreglumanna á Vísir.is um daginn. Þar tjáðu menn skoðanir sínar á flóttafólki sem leitar hælis á Íslandi. Þetta var vægast sagt ljót lesning þar sem hreinlega var stungið upp á því að skjóta þetta fólk og senda fjölskyldum þeirra reikninginn fyrir byssukúlunni. Ég hef alltaf haldið að þeir sem veljist til starfa við til dæmis sjúkraflutninga eða löggæslu hljóti að hafa sérstaka kosti til að bera. Sterkar taugar, fádæma manngæsku og yfirvegun og sjálfsagt sinna þeir menn sem létu skoðanir sínar þarna í ljós starfi sínu vel alla jafna. Ég get þó ekki gert að því að eftir þennan lestur finndist mér vægast sagt óþægilegt að leita aðstoðar í nauð, hjá mönnum sem vilja láta skjóta fólk.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun