Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen í Þýskalandi hefur lýst því yfir að hann muni spila með Juventus á Ítalíu á næstu leiktíð.
Diego hefur lengi verið orðaður við ítalska liðið en nú segist hann vera búinn að semja munnlega um kaup og kjör - aðeins eigi eftir að skrifa undir.
Hann hefur líka verið orðaður við Bayern Munchen og hefur lýst yfir áhuga á að fara þangað, en Bayern hefur ekki gert í hann formlegt tilboð enn sem komið er.