Fótbolti

Real Madrid játar ósigur í baráttunni um Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Villa fagnar marki í leik með spænska landsliðinu.
David Villa fagnar marki í leik með spænska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Jorge Valdano, framkvæmdarstjóri Real Madrid, segir að félagið geti ekki jafnað boð Barcelona í David Villa, leikmann Valencia.

Real Madrid finnst ekki gaman að játa ósigur í hvers kyns baráttu, allra síst fyrir erkifjendum sínum í Barcelona.

Síðarnefnda félagið mun þó vera reiðubúið að bjóða 40 milljónir evra í Villa og auk þess Martin Caceres sem og að félagið fengi Bojan Krkic að láni.

Real Madrid bauð 25 milljónir evra plús Alvara Negredo sem þykir reyndar með efnilegri sóknarmönnum Spánar.

Valdano, fyrrum þjálfari Valencia, ráðlagði sínu gamla félagi að taka boði Barcelona.

„Ef Barca er reiðubúið að leggja fram þetta tilboð myndi ég selja væri ég í sporum Valencia. Við munum ekki ná að jafna þetta tilboð," sagði hann í samtali við spænska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×