Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum 26. mars 2009 15:07 Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. Flokkurinn mikilvægari en einstök framboð „Þetta leggst vel í mig og ég finn fyrir miklum stuðningi við mitt framboð. Ég hef auðvitað verið í sambandi við fólk í margar vikur núna," segir Bjarni sem lýsti yfir framboði stuttu eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég einfaldlega tel mig hafa það sem til þarf til þess að taka við þessu mikilvæga hlutverki. Ég er tilbúinn til þess að leggja mikið á mig og berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðismanna og standa vörð um þau gildi sem við höfum ávalt staðið fyrir en eiga nú um stundarsakir undir högg að sækja. Ég tel hinsvegar að þessi gildi eigi nú brýnt erindi við þjóðina." Bjarni segist skynja mikla eftirvæntingu meðal landsfundarfulltrúa og mikil tilhlökkun sé í fólki. „Ég er því bjartsýnn á góða útkomu fyrir þennan flokk sem skiptir auðvitað öllu máli. Það er miklu stærra en einstök framboð á fundinum." Ánægja með að kosið sé í embætti formanns „Það gengur vel, ég hef fengið fín viðbrögð og það er allt í sómanum með það. Ég hef nú ekki verið í framboði nema í þrjá daga," segir Kristján Þór Júlíusson sem finnur fyrir miklum áhuga á landsfundi. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið að hringja í landsfundarfulltrúa og heyra í þeim hljóðið svarar Kristján því játandi. „Ég hef verið að kanna landið og afla stuðngins, út á það gengur þetta," segir Kristján. „Ég er mjög ánægður með viðbrögð flokksmanna burt séð frá því hvort það ætli að kjósa mig eða Bjarna. Það er bara almenn ánægja með það í flokknum að nú sé kosið á milli einstaklinga í þetta embætti." En afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég ætla ekki að fara út í neinn mannjöfnuð við fólk og það verður bara að gera upp við sjálft sig hvaða eiginleikum það sækist eftir í forystu flokksins á þessum tímum. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að eftir mín störf hafi ég ýmislegt í farteskinu sem nýtist í forystusveit flokksins. Ég er hinsvegar ekki að kasta neinni rýrð á Bjarna Benediktsson, alls ekki," segir Kristján. Hann segist ekki hafa hugleitt að bjóða sig fram til varaformanns í flokknum tapi hann formannskosningunni. „Annars held ég að þetta verði skemmtilegur fundur og það eru mörg spennandi mál bæði frá evrópunefndinni og endurreisnarnefndinni sem rætt verður um. Síðan eru það þessar kosningar um forystusveit flokksins. Formaðurinn er að stíga til hliðar og það eru átakatímar í þjóðfélaginu. Það ætti að gefa fólki kost á því að skiptast heiðarlega á skoðunum og ég veit að við munum koma samhent útaf fundinum." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20 Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. Flokkurinn mikilvægari en einstök framboð „Þetta leggst vel í mig og ég finn fyrir miklum stuðningi við mitt framboð. Ég hef auðvitað verið í sambandi við fólk í margar vikur núna," segir Bjarni sem lýsti yfir framboði stuttu eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég einfaldlega tel mig hafa það sem til þarf til þess að taka við þessu mikilvæga hlutverki. Ég er tilbúinn til þess að leggja mikið á mig og berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðismanna og standa vörð um þau gildi sem við höfum ávalt staðið fyrir en eiga nú um stundarsakir undir högg að sækja. Ég tel hinsvegar að þessi gildi eigi nú brýnt erindi við þjóðina." Bjarni segist skynja mikla eftirvæntingu meðal landsfundarfulltrúa og mikil tilhlökkun sé í fólki. „Ég er því bjartsýnn á góða útkomu fyrir þennan flokk sem skiptir auðvitað öllu máli. Það er miklu stærra en einstök framboð á fundinum." Ánægja með að kosið sé í embætti formanns „Það gengur vel, ég hef fengið fín viðbrögð og það er allt í sómanum með það. Ég hef nú ekki verið í framboði nema í þrjá daga," segir Kristján Þór Júlíusson sem finnur fyrir miklum áhuga á landsfundi. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið að hringja í landsfundarfulltrúa og heyra í þeim hljóðið svarar Kristján því játandi. „Ég hef verið að kanna landið og afla stuðngins, út á það gengur þetta," segir Kristján. „Ég er mjög ánægður með viðbrögð flokksmanna burt séð frá því hvort það ætli að kjósa mig eða Bjarna. Það er bara almenn ánægja með það í flokknum að nú sé kosið á milli einstaklinga í þetta embætti." En afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég ætla ekki að fara út í neinn mannjöfnuð við fólk og það verður bara að gera upp við sjálft sig hvaða eiginleikum það sækist eftir í forystu flokksins á þessum tímum. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að eftir mín störf hafi ég ýmislegt í farteskinu sem nýtist í forystusveit flokksins. Ég er hinsvegar ekki að kasta neinni rýrð á Bjarna Benediktsson, alls ekki," segir Kristján. Hann segist ekki hafa hugleitt að bjóða sig fram til varaformanns í flokknum tapi hann formannskosningunni. „Annars held ég að þetta verði skemmtilegur fundur og það eru mörg spennandi mál bæði frá evrópunefndinni og endurreisnarnefndinni sem rætt verður um. Síðan eru það þessar kosningar um forystusveit flokksins. Formaðurinn er að stíga til hliðar og það eru átakatímar í þjóðfélaginu. Það ætti að gefa fólki kost á því að skiptast heiðarlega á skoðunum og ég veit að við munum koma samhent útaf fundinum."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20 Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20
Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11