Handbolti

HM: Þjóðverjar eiga enn möguleika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja.
Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja. Nordic Photos / Bongarts

Þó svo að Þýskaland hafi tapað fyrir Danmörku á HM í handbolta eiga heimsmeistararnir enn möguleika á því að komast í undanúrslitin í Króatíu.

Þýskaland er nú með fimm stig, rétt eins og Serbía sem vann Makedóníu fyrr í dag.

Noregur og Pólland eru með fjögur stig og mætast síðar í kvöld. Lykti þeim leik með jafntefli verða þau því einnig með fimm stig.

Það þarf því að taka til innbyrðisviðureignir þessara fjögurra liða. Hvert lið fengi þrjú stig úr þeim en eins og sjá má hér á neðan væri Þýskaland með besta markahlutfallið og kæmist því áfram í undanúrslitin með Dönum.

Úrslit innbyrðisviðureignanna:

Þýskaland - Pólland 30-23

Serbía - Noregur 27-26

Þýskaland - Serbía 35-35

Serbía - Pólland 23-35

Þýskaland - Noregur 24-25

Pólland - Noregur (jafntefli)

Staða liðanna:

Þýskaland 3 stig (+6 í markatölu)

Noregur 3 (0)

Pólland 3 (-5)

Serbía 3 (-11)

Sigurvegarinn úr leik Póllands og Noregs kemst því áfram í undanúrslitin en lykti leiknum með jafntefli verða það Þjóðverjar.




Tengdar fréttir

HM: Danir í undanúrslit

Danir tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitunum á HM í handbolta í Króatíu eftir sigur á Þjóðverjum, 27-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×