Keflvíkingar slógu FH-inga út úr bikarnum annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2009 17:11 Símun Samuelsen er búinn að eiga mjög góðan leik hjá Keflavík. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn. Keflvíingar hertu enn takið sitt á FH-ingum með þessum sigri í kvöld. Keflavík hefur nú tekið fjögur stig á móti FH í Pepsi-deildinni og slegið þá út úr bikarnum. Keflavík er eina íslenska liðið sem hefur tekið stig af meisturum á þessu tímabili. Færeyingurinn Símun Samuelsen átti sannkallaðan stórleik í gær og réðu FH-ingar hreinlega ekkert við hann. Simun átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins sem var sjálfsmark Tommy Nielsen 20. mínútu en hann bætti um betur með því að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum í seini hálfleik. Skömmu eftir að Keflvíkingar komust 3-0 yfir misstu þeir mann af velli þegar Garðar Örn Hinriksson gaf Jóhanni Birni Guðmundssyni sitt annað gula spjald. FH-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum einum manni fleiri og Atli Guðnason minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu. FH-ingar skoruðu fljótlega tvö mörk til viðbótar en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu. FH-ingar reyndu allt sem þeir gátu til að minnka muninn það sem eftir lifði leiksins og oft skall hurð nærri hælum en þeir náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum. Lasse Jörgensen var alltaf réttur maður á réttum stað í marki Keflavíkur sama hvað þeir reyndu FH-ingar þurfa því enn á ný að sætta sig við það að detta út úr bikarkeppninni en þrátt fyrir yfirburði og fjóra Íslandsmeistaratitla á síðustu fimm árum hefur þeim aðeins einu sinni tekist að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Keflavík - FH 3-1 (1-0) 1-0 Sjálfsmark Tommy Nielsen (20.) 2-0 Símun Samuelsen (48.) 3-0 Símun Samuelsen (58.) 3-1 Atli Guðnason (71.) Rautt spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (60., tvö gul) Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn. Keflvíingar hertu enn takið sitt á FH-ingum með þessum sigri í kvöld. Keflavík hefur nú tekið fjögur stig á móti FH í Pepsi-deildinni og slegið þá út úr bikarnum. Keflavík er eina íslenska liðið sem hefur tekið stig af meisturum á þessu tímabili. Færeyingurinn Símun Samuelsen átti sannkallaðan stórleik í gær og réðu FH-ingar hreinlega ekkert við hann. Simun átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins sem var sjálfsmark Tommy Nielsen 20. mínútu en hann bætti um betur með því að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum í seini hálfleik. Skömmu eftir að Keflvíkingar komust 3-0 yfir misstu þeir mann af velli þegar Garðar Örn Hinriksson gaf Jóhanni Birni Guðmundssyni sitt annað gula spjald. FH-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum einum manni fleiri og Atli Guðnason minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu. FH-ingar skoruðu fljótlega tvö mörk til viðbótar en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu. FH-ingar reyndu allt sem þeir gátu til að minnka muninn það sem eftir lifði leiksins og oft skall hurð nærri hælum en þeir náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum. Lasse Jörgensen var alltaf réttur maður á réttum stað í marki Keflavíkur sama hvað þeir reyndu FH-ingar þurfa því enn á ný að sætta sig við það að detta út úr bikarkeppninni en þrátt fyrir yfirburði og fjóra Íslandsmeistaratitla á síðustu fimm árum hefur þeim aðeins einu sinni tekist að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Keflavík - FH 3-1 (1-0) 1-0 Sjálfsmark Tommy Nielsen (20.) 2-0 Símun Samuelsen (48.) 3-0 Símun Samuelsen (58.) 3-1 Atli Guðnason (71.) Rautt spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (60., tvö gul)
Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira