Florentino Perez, fyrrum forseti Real Madrid, heldur blaðamannafund á fimmtudaginn þar sem hann mun formlega tilkynna að hann ætli að gefa kost á sér í embættið á ný.
Perez hefur lengi verið orðaður við forsetastöðuna hjá Real en hann var ábyrgur fyrir Galactico-tímabilinu hjá liðinu fyrir nokkrum árum þegar hann keypti flestar stærstu stjörnurnar í knattspyrnuheiminum til félagsins.
Nægir þar að nefna menn eins og Zinedine Zidane, Ronaldo, Luis Figo og David Beckham.
Vicenta Baluda er settur forseti Real fram að kosningunum í júní, en hann tók við embættinu í janúar eftir að Ramon Calderon sagði af sér.