Mílanóborgarfélögin AC Milan og Inter náðu bæði að vinna sína leiki í Serie A-deildinni í dag.
AC Milan vann 1-0 sigur gegn Bologna á heimavelli en Hollendingurinn Clarence Seedorf skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn.
Inter lenti undir gegn Cagliari en Argentínumaðurinn Diego Milito tryggði Ítalíumeisturunum öll stigin með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik og niðurstaðan varð 1-2 sigur Inter.
Þá vann Samdoria 4-1 sigur gegn Siena og komst liðið með sigrinum á topp deildarinnar við hlið Juventus. Marco Padalino skoraði tvö mörk fyrir Sampdoria og Daniele Mannini og Angelo Palombo eitt mark hvor en Michele Fini skoraði mark gestanna í Siena.