Fótbolti

Markvörður IFK Gautaborgar reyndi að minnka markið - Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þessi markvörður tengist ekki fréttinni.
Þessi markvörður tengist ekki fréttinni. Nordic Photos / AFP

Athyglisverð uppákoma átti sér stað í leik IFK Gautaborgar og Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Markverði IFK tókst nefnilega að minnka markið sitt um nokkra sentimetra áður en leikurinn hófst.

Eins og sést á þessu myndbandi færir Kim Christensen, markvörður IFK, markstangirnar nokkra sentimetra úr stað.

Eftir um 20 mínútur stöðvar dómarinn leikir og setur stangirnar aftur á sinn stað.

Óvíst er hvort að markverðinum verði refsað fyrir uppákomuna en erfitt er að líta á þetta öðruvísi en að svindla.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli, 0-0. Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason léku allir allan leikinn fyrir IFK en þeir Ragnar og Elmar fengu að líta gula spjaldið í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×