Massa og Schumacher í Abu Dhabi 30. október 2009 19:53 Felipe Massa og Michael Schumacher á mótsstað í Abu Dhabi. mynd: Getty Images Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira