Fótbolti

Á lyfjum gegn Man. Utd

Arnar Björnsson skrifar
Ignashevich í baráttu við Antonio Valencia.
Ignashevich í baráttu við Antonio Valencia.

Tveir leikmenn CSKA Mosvku voru í dag dæmdir í tímabundið keppnisbann efir að hafa falið á lyfjaprófi eftir leik gegn Manchester United í meistaradeildinni í síðasta mánuði. 

Varnarmennirnir Aleksei Berezutski og Sergei Ignashevich fá því ekki að spila með Moskvuliðinu í meistaradeildinni í kvöld gegn Besiktas í Tyrklandi. 

CSKA á ennþá möguleika á því að komast í 16-liða úrslit og þurfa að vinna í Tyrklandi í kvöld.  

Í venjubundnu lyfjaprófi fundust merki um lyf sem eru á bannlista og því var ákveðið að dæma þá í tímabundið bann þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir 17. desember. 

Þetta er mikið áfall fyrir CSKA en Rússarnir báðir hafa spilað alla 5 leiki liðsins í meistaradeildinni á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×