Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í dag sem sótti Real Mallorca heima á sólareyjuna. Barcelona varð meistari í gær er Real Madrid tapaði en liðið náði ekki að fylgja því eftir í dag því Mallorca vann leikinn, 2-1.
Samuel Eto´o kom Barcelona yfir á tíundu mínútu og Börsungar sóttu gríðarlega grimmt í kjölfarið og virtust ætla að sökkva heimamönnum.
Þeir tóku aftur á móti við sér í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk. Fyrst Juan Arango á 73. mínútu og svo Cleber Santana á 78. mínútu.
Eiður Smári var tekinn af velli á 74. mínútu fyrir Thiago.