Kvenlíkaminn vígvöllur í stríði Magnea Marinósdóttir skrifar 26. nóvember 2009 06:00 Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum" voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Eftir þjóðarmorðin í Bosníu og Rúanda urðu hins vegar þau vatnaskil að stofnaðir voru sérstakir dómstólar til að dæma stríðsglæpamenn og voru nauðganir meðal kæruatriða. Sakfellingar hafa ekki verið margar. Allar sakfellingar hafa þó mikið vægi til að vega upp á móti því refsileysi sem hefur verið við lýði gagnvart nauðgunum í stríði og ekki síður á friðartímum. Eftir því sem konur eru undirokaðri í samfélögum sínum á friðartímum, því hörmulegra verður ofbeldið á stríðstímum. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt árið 2000. Samþykktin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að raunverulegur friður og öryggi séu ekki fyrir hendi ef helmingur mannkyns býr í skugga ofbeldis og ótta. Ályktunin felur í sér endurskilgreiningu öryggishugtaksins frá því að vera takmarkað við þjóðaröryggi ríkisins yfir í mannöryggi, sem lýtur að öryggi einstaklinga eða hópa. Ályktunin var mikill áfangasigur í mannréttindabaráttu kvenna. Nú, níu árum síðar, hefur öryggisráð SÞ auk þess samþykkt ályktun 1820 sem fordæmir notkun kynbundins ofbeldis sem vopn í stríðsátökum, 1888 sem skerpir á skyldum friðargæslusveita að vernda sérstaklega konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og 1889 sem áréttar mikilvægi þess að konur komi að friðaruppbyggingu eftir stríð. Lokaályktunin á að tryggja það að uppbygging eftir stríð skili sér ekki í afturhvarfi til fortíðar fyrir konur, endurreisn misréttis. Rúanda er dæmi um slíkt. Aukin völd kvenna í Rúanda eftir þjóðarmorðin 1994 hafa meðal annars leitt til þess að rótgróin feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum löndum og t.d. meina konum að eiga land, hafa verið afnumin auk þess sem lög hafa tekið gildi sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og annað misrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaformaður UNIFEM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum" voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Eftir þjóðarmorðin í Bosníu og Rúanda urðu hins vegar þau vatnaskil að stofnaðir voru sérstakir dómstólar til að dæma stríðsglæpamenn og voru nauðganir meðal kæruatriða. Sakfellingar hafa ekki verið margar. Allar sakfellingar hafa þó mikið vægi til að vega upp á móti því refsileysi sem hefur verið við lýði gagnvart nauðgunum í stríði og ekki síður á friðartímum. Eftir því sem konur eru undirokaðri í samfélögum sínum á friðartímum, því hörmulegra verður ofbeldið á stríðstímum. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt árið 2000. Samþykktin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að raunverulegur friður og öryggi séu ekki fyrir hendi ef helmingur mannkyns býr í skugga ofbeldis og ótta. Ályktunin felur í sér endurskilgreiningu öryggishugtaksins frá því að vera takmarkað við þjóðaröryggi ríkisins yfir í mannöryggi, sem lýtur að öryggi einstaklinga eða hópa. Ályktunin var mikill áfangasigur í mannréttindabaráttu kvenna. Nú, níu árum síðar, hefur öryggisráð SÞ auk þess samþykkt ályktun 1820 sem fordæmir notkun kynbundins ofbeldis sem vopn í stríðsátökum, 1888 sem skerpir á skyldum friðargæslusveita að vernda sérstaklega konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og 1889 sem áréttar mikilvægi þess að konur komi að friðaruppbyggingu eftir stríð. Lokaályktunin á að tryggja það að uppbygging eftir stríð skili sér ekki í afturhvarfi til fortíðar fyrir konur, endurreisn misréttis. Rúanda er dæmi um slíkt. Aukin völd kvenna í Rúanda eftir þjóðarmorðin 1994 hafa meðal annars leitt til þess að rótgróin feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum löndum og t.d. meina konum að eiga land, hafa verið afnumin auk þess sem lög hafa tekið gildi sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og annað misrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaformaður UNIFEM á Íslandi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun