Renault menn svekktir með stöðuna 5. maí 2009 10:47 Klunnalegur framendinn á Renault vakti furðu margra í upphafi ársins. Liðið franska með Fernando Alonso innanborðs er ekki sátt við stöðuna. Renault hefur ekki byrjað keppnistímabilið eins vel og væntingar liðsmanna gáfu tilefni til. Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavellli á Barcelona brautinni um næstu helgi. "Ég er vonsvikinn með það hvernig okkur gekk í fyrstu fjórum mótunum. Við mættum í fyrsta mót með meiri væntingar en við gátum staðið undir. En liðið hefur brugðist vel við stöðunni og í ljósi þess að við erum komnir með tvöfaldan loftdreifi aftan á bílanna, þá mun hagur okkar vænkast", sagði Pat Symonds tæknistjóri um stöðu Renault. Hann hefur verið í tæknimálum liðsins í áratugi og vann tvo meistaratitla með Alonso, sem hefur tvívegis unnið á heimavelli. Renault verður með ýmsar nýjungar í Barcelona til að bæta yfirbyggingu bílsins og loftflæðið um hana. Það er lykill að góðum árangri á háhraðabrautinni, sem öll lið þekkja mjög vel vegna stöðugra æfinga á veturna á brautinni. "Við erum hissa hvað samkeppnin er mikil í Formúlu 1 í dag. Hópurinn er mjög þéttur og nýjar reglur hafa aukið samkeppni á milli liðanna. Það er ekkert eitt lið sem sker sig úr og stórliðin hafa fallið í skuggann. Bæði ný útfærsla af dekkjum og yfirbyggingum hefur breytt gangi mála. Ég vona sannarlega að nýr búnaður bæti stöðu okkar í Barcelona", sagði Symonds. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Renault hefur ekki byrjað keppnistímabilið eins vel og væntingar liðsmanna gáfu tilefni til. Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavellli á Barcelona brautinni um næstu helgi. "Ég er vonsvikinn með það hvernig okkur gekk í fyrstu fjórum mótunum. Við mættum í fyrsta mót með meiri væntingar en við gátum staðið undir. En liðið hefur brugðist vel við stöðunni og í ljósi þess að við erum komnir með tvöfaldan loftdreifi aftan á bílanna, þá mun hagur okkar vænkast", sagði Pat Symonds tæknistjóri um stöðu Renault. Hann hefur verið í tæknimálum liðsins í áratugi og vann tvo meistaratitla með Alonso, sem hefur tvívegis unnið á heimavelli. Renault verður með ýmsar nýjungar í Barcelona til að bæta yfirbyggingu bílsins og loftflæðið um hana. Það er lykill að góðum árangri á háhraðabrautinni, sem öll lið þekkja mjög vel vegna stöðugra æfinga á veturna á brautinni. "Við erum hissa hvað samkeppnin er mikil í Formúlu 1 í dag. Hópurinn er mjög þéttur og nýjar reglur hafa aukið samkeppni á milli liðanna. Það er ekkert eitt lið sem sker sig úr og stórliðin hafa fallið í skuggann. Bæði ný útfærsla af dekkjum og yfirbyggingum hefur breytt gangi mála. Ég vona sannarlega að nýr búnaður bæti stöðu okkar í Barcelona", sagði Symonds.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira