Philadelphia Eagles vann í gærkvöld 26-24 sigur á Minnesota Vikings í úrslitakeppni NFL deildarinnar.
Þetta var fyrsti heimaleikur Vikings í úrslitakeppni í átta ár, en snertimark Brian Westbrook í fjórða leikhluta tryggði Philadelphia sigurinn.
Eagles-liðið rétt skreið inn í úrslitakeppnina og mætir New York Giants um næstu helgi. Eagles hefur þegar unnið sigur á Giants á Meadowlands á leiktíðinni.
Næstu leikir:
Laugardag: Tennessee-Baltimore (beint á Stöð 2 Sport kl. 21:25) og Carolina-Arizona
Sunnudag: NY Giants-Philadelphia og Pittsburgh-San Diego (beint á Stöð 2 Sport 21:50)