Gatið hægra megin 27. nóvember 2009 06:00 Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun