Huggunin 15. júlí 2009 00:01 Það getur einginn huggað mann nema maður sjálfur,“ sagði Eyjólfur í Sölku Völku. Og allir þeir sem hafa þarfnast huggunar við, hvort sem er vegna saknaðar eftir einhverju sem aldrei verður eða minninga um eitthvað sem var, vita innst inni að þarna rataðist Bóbó Guðjóns satt orð á munn. Sem svo oft áður. og þetta er ekki einungis rifjað hér upp til að sýna fram á bókmenntaþekkingu. Meðfram er nefnilega rétt að benda á þá staðreynd að öll þörfnumst við huggunar nú um stundir. Draumurinn um mesta og besta fjármálaveldi sem gaf okkur stærsta og mesta auðinn er hruninn. Sem betur fer. Verst hvað mikið hrundi með honum. stefán Jónsson minntist Gísla í Papey í bók sinni Að breyta fjalli. „Eitt af býsna mörgu, sem ég heyrði hann segja við föður minn var það, að ekkert vissi hann eftirsóknarverðara en að vera aflögufær. Þess háttar menn auðgast ekki í kallfæri við fátæktina. En þeir verða höfðingjar.“ Mér er til efs að betri eftirmæli sé hægt að fá. Að þrá heitast að verða aflögufær fyrir aðra. Ekki sjálfan sig, heldur aðra. Nægir hafa verið í því að hugsa um sjálfa sig síðustu árin. Kannski skáldin verði til að bjarga okkur eftir allt saman. Ef við munum það að við verðum að hugga okkur sjálf í stað þess að nöldra og nagga og stefnum ótrauð að því að verða aflögufær er okkur kannski borgið. En kannski er bara betra að blogga með hástöfum á Eyjunni með sjö upphrópunarmerkjum. Og þar sem þú situr í strætó, drekkur kaffið í eldhúsinu, heilsar vinnufélögunum, situr í atvinnuleysinu, grætur gjaldþrotið, horfir á sólina rísa upp yfir hafflötinn eða nennir ekki fram úr rúminu; það getur enginn huggað mann nema maður sjálfur. Hér væri hægt að tengja pistilinn með sniðugri myndlíkingu við ástandið í þjóðfélaginu. Það verður þó ekki gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Það getur einginn huggað mann nema maður sjálfur,“ sagði Eyjólfur í Sölku Völku. Og allir þeir sem hafa þarfnast huggunar við, hvort sem er vegna saknaðar eftir einhverju sem aldrei verður eða minninga um eitthvað sem var, vita innst inni að þarna rataðist Bóbó Guðjóns satt orð á munn. Sem svo oft áður. og þetta er ekki einungis rifjað hér upp til að sýna fram á bókmenntaþekkingu. Meðfram er nefnilega rétt að benda á þá staðreynd að öll þörfnumst við huggunar nú um stundir. Draumurinn um mesta og besta fjármálaveldi sem gaf okkur stærsta og mesta auðinn er hruninn. Sem betur fer. Verst hvað mikið hrundi með honum. stefán Jónsson minntist Gísla í Papey í bók sinni Að breyta fjalli. „Eitt af býsna mörgu, sem ég heyrði hann segja við föður minn var það, að ekkert vissi hann eftirsóknarverðara en að vera aflögufær. Þess háttar menn auðgast ekki í kallfæri við fátæktina. En þeir verða höfðingjar.“ Mér er til efs að betri eftirmæli sé hægt að fá. Að þrá heitast að verða aflögufær fyrir aðra. Ekki sjálfan sig, heldur aðra. Nægir hafa verið í því að hugsa um sjálfa sig síðustu árin. Kannski skáldin verði til að bjarga okkur eftir allt saman. Ef við munum það að við verðum að hugga okkur sjálf í stað þess að nöldra og nagga og stefnum ótrauð að því að verða aflögufær er okkur kannski borgið. En kannski er bara betra að blogga með hástöfum á Eyjunni með sjö upphrópunarmerkjum. Og þar sem þú situr í strætó, drekkur kaffið í eldhúsinu, heilsar vinnufélögunum, situr í atvinnuleysinu, grætur gjaldþrotið, horfir á sólina rísa upp yfir hafflötinn eða nennir ekki fram úr rúminu; það getur enginn huggað mann nema maður sjálfur. Hér væri hægt að tengja pistilinn með sniðugri myndlíkingu við ástandið í þjóðfélaginu. Það verður þó ekki gert.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun