Ross Brawn vill ekki nýja mótaröð 16. júní 2009 08:21 Ross Brawn og Jenson Button verða á heimavelli um næstu helgi á Silverstone. mynd: kappakstur.is Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins sem er efst í stigamóti keppnisliða og ökumanna í Formúlu 1 fór á fund FIA í gær vegna deilumálsins um reglur á næsta ári. Hann styður aðgerðir FOTA, samtaka keppnisliða, en segist samt ekki vilja nýja mótaröð í trássi við FIA. "Ég vil finna lausn á málunum og finna jafnvægi á milli óska bílaframleiðenda og nýrra og sjálfstæðra liða. Mitt lið hefði ekki orðið að veruleika nema af því meðlimir FOTA studdu mig og Mercedes hjálpaði mér í véla og tæknimálum", sagði Brawn um afstöðu síns liðs í málinu. "FOTA er samtök keppnisliða, ekki bílaframleiðenda. Ég trúi á hugmyndirnar sem menn eru með um framtíð Formúlu 1 og er bjartsýnn á að lausn finnist. Við erum byrjuð að smíða 2010 bílinn og til í slaginn. Það þarf bara að leysa þennan samskiptahnút á milli FOTA og FIA. Ég er ekki meðmæltur því að við stofnum nýja mótaröð, en ef sú yrði raunin að hún yrði stofnuð. Þá yrðu bílarnir svipaðir og við erum að vinna að þessa dagana...", sagði Brawn. Diplómatískt svar, með smá hótunar undirtón mætti alveg lesa í orð kappans sem hefur slegið í gegn í ár með nýja liði sínu. Hann verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins sem er efst í stigamóti keppnisliða og ökumanna í Formúlu 1 fór á fund FIA í gær vegna deilumálsins um reglur á næsta ári. Hann styður aðgerðir FOTA, samtaka keppnisliða, en segist samt ekki vilja nýja mótaröð í trássi við FIA. "Ég vil finna lausn á málunum og finna jafnvægi á milli óska bílaframleiðenda og nýrra og sjálfstæðra liða. Mitt lið hefði ekki orðið að veruleika nema af því meðlimir FOTA studdu mig og Mercedes hjálpaði mér í véla og tæknimálum", sagði Brawn um afstöðu síns liðs í málinu. "FOTA er samtök keppnisliða, ekki bílaframleiðenda. Ég trúi á hugmyndirnar sem menn eru með um framtíð Formúlu 1 og er bjartsýnn á að lausn finnist. Við erum byrjuð að smíða 2010 bílinn og til í slaginn. Það þarf bara að leysa þennan samskiptahnút á milli FOTA og FIA. Ég er ekki meðmæltur því að við stofnum nýja mótaröð, en ef sú yrði raunin að hún yrði stofnuð. Þá yrðu bílarnir svipaðir og við erum að vinna að þessa dagana...", sagði Brawn. Diplómatískt svar, með smá hótunar undirtón mætti alveg lesa í orð kappans sem hefur slegið í gegn í ár með nýja liði sínu. Hann verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira