Viðskipti erlent

Toyota í Bandaríkjunum lækkar launin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Toyota í framleiðslu.
Toyota í framleiðslu.

Lækkuð laun, styttur vinnutími og engin framleiðsla í nokkra daga í apríl er sá veruleiki sem blasir við starfsmönnum Toyota í Bandaríkjunum.

Samdráttur í sölu vinsælustu Toyota-bílanna, Corolla og Camry, nam 15 prósentum árið 2008 en hefur orðið enn meiri frá áramótum. Auk framangreindra ráðstafana hefur öllum bónusgreiðslum til yfirmanna verið sópað út af borðinu og Toyota hefur hætt við byggingu nýrrar verksmiðju í Mississippi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×