FIH bankinn sækir um 37 milljarða ríkisaðstoð 6. maí 2009 08:14 FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II" sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar. FIH bankinn er sem kunnugt í eigu íslenskra stjórnvalda eftir að Seðlabankinn veitti Kaupþingi, fyrrum eigenda FIH, neyðarlán s.l. haust skömmu áður en Kaupþing fór í þrot. Lánið var með allsherjarveði í FIH. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung tapaði FIH 297 milljónum danskra kr. eða rúmlega 6 milljörðum kr. eftir skatta á tímabilinu. Þetta er nærri hálfs milljarðs danskra kr. viðsnúningur til hins verra m.v. sama tímabil árið áður. Helsta ástæðan fyrir tapinu nú er kostnaður við endurskipulagningu bankans upp á 80 milljónir danskra kr. og afskriftir upp á tæplega 450 miljónir danskra kr. að því er segir í frétt um málið í Jyllands Posten.Í tilkynningu um uppgjörið segir að það sé ekki ásættanlegt. Hinsvegar er tekið fram að tapið á rekstrinum hafi ekkert með íslenska efnahagshrunið að gera. FIH hafi ekki haft neina áhættu á Íslandi, hvorki beint eða óbeint, og muni svo verða áfram. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II" sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar. FIH bankinn er sem kunnugt í eigu íslenskra stjórnvalda eftir að Seðlabankinn veitti Kaupþingi, fyrrum eigenda FIH, neyðarlán s.l. haust skömmu áður en Kaupþing fór í þrot. Lánið var með allsherjarveði í FIH. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung tapaði FIH 297 milljónum danskra kr. eða rúmlega 6 milljörðum kr. eftir skatta á tímabilinu. Þetta er nærri hálfs milljarðs danskra kr. viðsnúningur til hins verra m.v. sama tímabil árið áður. Helsta ástæðan fyrir tapinu nú er kostnaður við endurskipulagningu bankans upp á 80 milljónir danskra kr. og afskriftir upp á tæplega 450 miljónir danskra kr. að því er segir í frétt um málið í Jyllands Posten.Í tilkynningu um uppgjörið segir að það sé ekki ásættanlegt. Hinsvegar er tekið fram að tapið á rekstrinum hafi ekkert með íslenska efnahagshrunið að gera. FIH hafi ekki haft neina áhættu á Íslandi, hvorki beint eða óbeint, og muni svo verða áfram.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira