Jákvæðir bónusar Jón Kaldal skrifar 21. ágúst 2009 06:15 Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun