Enski boltinn

Walcott: Beattie kenndi mér að taka vítin

Nordic Photos/Getty Images

Theo Walcott var einn þeirra leikmanna Arsenal sem skoruðu úr spyrnum sínum í vítakeppninni gegn Roma í gær þar sem enska liðið fór áfram eftir taugatrekkjandi bráðabana.

Enski landsliðsmaðurinn Theo Walcott var einn þeirra sem kláraði spyrnu sína hjá Arsenal og hann þakkar fyrrum félaga sínum hjá Southampton, James Beattie, fyrir að hafa kennt sér að taka víti.

"Ég var þurr í hálsinum þegar ég tók spyrnuna og ég gætti þess að horfa ekki á markvörðinn. Það lærði ég hjá James Beattie," sagði Walcott á heimasíðu Arsenal.

"Beattie er líklega ein besta vítaskytta sem ég hef séð. Ég hef fylgst með honum í gegn um árin og þó vítið mitt hafi ekki verið jafn gott og vítin hans - náði ég a.m.k. að skora," sagði Walcott og bætti við að þetta hefði verið fyrsta vítakeppnin hans á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×