Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson tilkynnti þrettán manna landsliðshóp sinn fyrir seinni umferð b-deildar Evrópukeppninnar sem leikin verður á dögunum 19.-29. ágúst.
Ísland vann einn leik, gegn Danmörku, í fyrri umferðinni og mætir einmitt Dönum í fyrsta leik sínum í seinni umferðinni á miðvikudag í Danmörku.
Svartfellingar eru með algjöra yfirburði í riðlinum en Austurríki, Holland, Ísland og Danmörk munu svo væntanlega berjast um annað sætið sem er umspilssæti.
Sigurður er vongóður um seinni umferðina og segir mikilvægt að byrja af krafti gegn Dönum.
„Við ætlum að eyða miklu púðri í hvern einasta leik og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná hagstæðum úrslitum. Það er ef til vill ekki mikill meðbyr með liðinu eftir fyrri umferðina en við höfum ekki allt of miklar áhyggjur af því og vitum að með sigri á miðvikudaginn getur hagur okkar vænkast talsvert í riðlinum," segir Sigurður.
Hópurinn:
Bakverðir:
Magnús Þór Gunnarsson, Njarðvík
Pavel Ermolinskjij, La Palma
Þorleifur Ólafsson, Grindavík
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Jón Arnór Stefánsson, Benetton Treviso
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Framherjar:
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Helgi Már Magnússon, Solna Vikings
Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík
Miðherjar:
Fannar Ólafsson, KR
Ómar Sævarsson, Grindavík
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík