WBA-léttveltivigtarmeistarinn Amir Khan mun að öllum líkindum mæta Úkraínumanninum Dmitry Salita í hringnum í desember en Salita er hæst „rankaður" á meðal mögulegra áskorenda.
Hinn 27 ára gamli Salita, sem er búsettur í Bandaríkjunum, er enn taplaus eftir 31 bardaga og er búinn að vera í samningarviðræðum við Khan upp á síðkastið og búist er við því að fljótlega verði gengið frá málunum.
Hinn 22 ára gamli Khan er ekki búinn að fara leynt með vilja sinn á að slá í gegn í Bandaríkjunum og því er ansi líklegt að fyrirhugaður bardagi fari fram þar.