Ólafur: Tveir af þremur erfiðustu leikjunum í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Mynd/Valli Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira