Sögulegur sigur hjá Murray Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2009 10:08 Andy Murray fagnar innilega í gær. Nordic Photos / AFP Skotinn Andy Murray vann í gær sögulegan sigur á Stanislas Wawrinka í 16-manna úrslitum einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem viðureign á mótinu fer fram undir flóðljósum en henni lauk ekki fyrr en rétt fyrir ellefu í gærkvöldi að staðartíma. Hefur viðureign aldrei lokið svo seint að kvöldi til á mótinu. Murray lenti í vandræðum til að byrja með og tapaði fyrsta settinu, 6-2. Hann vann svo næstu tvö settin, bæði 6-3, áður en Wawrinka jafnaði metin í fjórða settinu, 7-5. Murray vann svo oddasettið, 6-3. Murray var vel studdur af heimamönnum sem hafa beðið í áraraðir eftir breskum sigurvegara á Wimbledon-mótinu. Í ár er einnig hægt að draga fram þak yfir aðalvöllinn í fyrsta sinn og var það gert í gær eftir rigningaskúri. "Það er alltaf frábær stemning innanhúss en hún var sérstaklega góð þegar maður er studdur áfram af fimmtán þúsund manns. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Murray. Það var í viðureigninni á undan þessari sem að keppt var í fyrsta sinn undir þaki á Wimbledon-mótinu. Þá mættust Danira Safina og Amelie Mauresmo sem sú fyrrnefnda vann naumlega, 4-6, 6-3 og 6-4. Nú er ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks karla og kvenna:Karlaflokkur: Lleyton Hewitt (Ástralíu) - Andy Roddick (Bandaríkjunum) Andy Murray (Bretlandi) - Juan Carlos Ferrero (Spáni) Tommy Haas (Þýskalandi) - Novak Djokovic (Serbíu) Ivo Karlovic (Króatíu) - Roger Federer (Sviss)Kvennaflokkur: Dinara Safina (Rússlandi) - Sabine Lisicki (Þýskalandi) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Agnieszka Radwanska (Póllandi) Francesca Schiavone (Ítalíu) - Elena Dementieva (Rússlandi) Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Erlendar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Skotinn Andy Murray vann í gær sögulegan sigur á Stanislas Wawrinka í 16-manna úrslitum einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem viðureign á mótinu fer fram undir flóðljósum en henni lauk ekki fyrr en rétt fyrir ellefu í gærkvöldi að staðartíma. Hefur viðureign aldrei lokið svo seint að kvöldi til á mótinu. Murray lenti í vandræðum til að byrja með og tapaði fyrsta settinu, 6-2. Hann vann svo næstu tvö settin, bæði 6-3, áður en Wawrinka jafnaði metin í fjórða settinu, 7-5. Murray vann svo oddasettið, 6-3. Murray var vel studdur af heimamönnum sem hafa beðið í áraraðir eftir breskum sigurvegara á Wimbledon-mótinu. Í ár er einnig hægt að draga fram þak yfir aðalvöllinn í fyrsta sinn og var það gert í gær eftir rigningaskúri. "Það er alltaf frábær stemning innanhúss en hún var sérstaklega góð þegar maður er studdur áfram af fimmtán þúsund manns. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Murray. Það var í viðureigninni á undan þessari sem að keppt var í fyrsta sinn undir þaki á Wimbledon-mótinu. Þá mættust Danira Safina og Amelie Mauresmo sem sú fyrrnefnda vann naumlega, 4-6, 6-3 og 6-4. Nú er ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks karla og kvenna:Karlaflokkur: Lleyton Hewitt (Ástralíu) - Andy Roddick (Bandaríkjunum) Andy Murray (Bretlandi) - Juan Carlos Ferrero (Spáni) Tommy Haas (Þýskalandi) - Novak Djokovic (Serbíu) Ivo Karlovic (Króatíu) - Roger Federer (Sviss)Kvennaflokkur: Dinara Safina (Rússlandi) - Sabine Lisicki (Þýskalandi) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Agnieszka Radwanska (Póllandi) Francesca Schiavone (Ítalíu) - Elena Dementieva (Rússlandi) Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum)
Erlendar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira