Gunnar Magnússon: Við áttum stigið skilið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. október 2009 21:53 Gunnar Magnússon, þjálfari HK. Mynd/Anton „Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld. „Við vorum svolítið lengi í gang og smá skrekkur í mönnum. Við komum samt til baka og áttum stigið skilið. Það hefði verið helvíti skítt að fá ekkert út úr þessum leik," sagði Gunnar en hans lið sýndi mikinn karakter í leiknum og í tvígang náði liðið tveggja marka forskoti en missti það jafnharðan niður. „Við fengum á okkur klaufalega brottvísun og fyrir vikið misstum við frumkvæðið. Strákarnir komu samt til baka og það var magnað því við erum nánast að spila á sama mannskapnum allan leikinn. Þeir héldu þetta út og ég er virkilega ánægður með það," sagði Gunnar. Blaðamanni kom það gríðarlega á óvart að HK-liðið skyldi halda út enda virkuðu allt of margir leikmenn liðsins í lélegu formi og sumir litu hreinlega út fyrir að vera feitir. Var ekki hægt annað en að spyrja þjálfarann út í líkamlegt ástand liðsins. „Það eru nokkrir leikmenn liðsins sem eiga nokkuð í land. Ég er ekki sammála þér með að Valdimar Þórsson sé feitur en hann er búinn að lyfta mikið. Hann er massaður og þungur í upphafi móts enda búið að mæða mikið á honum í undirbúningnum. Hann æfir tvisvar á dag og er því eðlilega aðeins þungur núna. Sumir mega samt vissulega bæta aðeins í," sagði Gunnar sem getur ekki kvartað yfir bumbum leikmanna á meðan leikmenn halda út í 60 mínútur á móti leikmönnum FH sem virka í miklu betra formi. Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld. „Við vorum svolítið lengi í gang og smá skrekkur í mönnum. Við komum samt til baka og áttum stigið skilið. Það hefði verið helvíti skítt að fá ekkert út úr þessum leik," sagði Gunnar en hans lið sýndi mikinn karakter í leiknum og í tvígang náði liðið tveggja marka forskoti en missti það jafnharðan niður. „Við fengum á okkur klaufalega brottvísun og fyrir vikið misstum við frumkvæðið. Strákarnir komu samt til baka og það var magnað því við erum nánast að spila á sama mannskapnum allan leikinn. Þeir héldu þetta út og ég er virkilega ánægður með það," sagði Gunnar. Blaðamanni kom það gríðarlega á óvart að HK-liðið skyldi halda út enda virkuðu allt of margir leikmenn liðsins í lélegu formi og sumir litu hreinlega út fyrir að vera feitir. Var ekki hægt annað en að spyrja þjálfarann út í líkamlegt ástand liðsins. „Það eru nokkrir leikmenn liðsins sem eiga nokkuð í land. Ég er ekki sammála þér með að Valdimar Þórsson sé feitur en hann er búinn að lyfta mikið. Hann er massaður og þungur í upphafi móts enda búið að mæða mikið á honum í undirbúningnum. Hann æfir tvisvar á dag og er því eðlilega aðeins þungur núna. Sumir mega samt vissulega bæta aðeins í," sagði Gunnar sem getur ekki kvartað yfir bumbum leikmanna á meðan leikmenn halda út í 60 mínútur á móti leikmönnum FH sem virka í miklu betra formi.
Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Sjá meira