West Ham tapaði 7,7 milljörðum í fyrra 3. september 2009 08:39 Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…"gölluð í grundvallaratriðum". Í frétt um málið í The Guardian segir að samkvæmt uppgjörinu nemi heildarskuldir og skuldbindingar West Ham hátt í 100 milljónum punda eða nær 20 milljörðum kr. Þetta sé arfleifð Björgólfs Guðmundssonar en liðið var í eigu hans á þeim tíma sem uppgjörið nær til. Það sem er hvað alvarlegast er að liðið er nú orðið brotlegt gagnvart skilmálum á lánum sínum. Þetta þýðir að fimm bankar hefðu getað gjaldfellt skuldir upp á yfir 20 milljónir punda og þar með sett liðið í þrot. "Það var aðeins velvilji þessara banka sem forðaði því að West Ham yrði fyrsta úrvalsdeildarliðið til að verða gjaldþrota," segir í Guardian. Nick Igoe segir að umfang rekstrartapsins og launagreiðslur á árunum 2007-2008 hafi leitt til þess að fyrrgreindir lánaskilmálar voru brotnir. Á þessu tímabili var launakostnaður West Ham rúmlega 63 milljónir punda en heildarvelta liðsins nam 81,5 milljónum punda. Launin voru sum sé 78% af veltunni sem getur ekki gengið upp. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…"gölluð í grundvallaratriðum". Í frétt um málið í The Guardian segir að samkvæmt uppgjörinu nemi heildarskuldir og skuldbindingar West Ham hátt í 100 milljónum punda eða nær 20 milljörðum kr. Þetta sé arfleifð Björgólfs Guðmundssonar en liðið var í eigu hans á þeim tíma sem uppgjörið nær til. Það sem er hvað alvarlegast er að liðið er nú orðið brotlegt gagnvart skilmálum á lánum sínum. Þetta þýðir að fimm bankar hefðu getað gjaldfellt skuldir upp á yfir 20 milljónir punda og þar með sett liðið í þrot. "Það var aðeins velvilji þessara banka sem forðaði því að West Ham yrði fyrsta úrvalsdeildarliðið til að verða gjaldþrota," segir í Guardian. Nick Igoe segir að umfang rekstrartapsins og launagreiðslur á árunum 2007-2008 hafi leitt til þess að fyrrgreindir lánaskilmálar voru brotnir. Á þessu tímabili var launakostnaður West Ham rúmlega 63 milljónir punda en heildarvelta liðsins nam 81,5 milljónum punda. Launin voru sum sé 78% af veltunni sem getur ekki gengið upp.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira