Sampdoria vann 1-0 sigur á Jose Mourinho og hans mönnum í Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Með sigrinum kom liðið sér á topp deildarinnar.
Giampaolo Pazzini skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu. Juventus getur reyndar komið sér á topp deildarinnar í dag með sigri á Bologna á heimavelli.
Tveir leikir fóru fram í deildinni í gær. Í hinum leiknum vann Fiorentina sigur á Livorno á útivelli, 1-0, með marki Steven Jovetic úr víti.
Inter, Juventus og Fiorentina eru öll með þrettán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Sampdoria.
Sampdoria vann Inter og fór á toppinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Younghoe sparkað burt
Sport






Valur sótti nauman sigur norður
Handbolti


Stjarnan vann háspennuleik gegn HK
Handbolti