Sigríður Ingibjörg í framboð fyrir Samfylkingu 19. febrúar 2009 17:45 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ætlar að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá Sigríði segist hún vilja taka þátt í að móta farsælt og sterkt jafnaðar- og lýðræðissamfélag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti og sanngirni að norrænni fyrirmynd. „Þetta eru mín leiðarljós um leið og ég hafna leið sérhagsmuna, einkavinavæðingar og hjarðhegðunar sem ógna lýðræði og faglegum vinnubrögðum," segir Sigríður meðal annars. Hún segir stjórnmálaskoðanir sínar hafa mótast af þátttöku í starfi Kvennalistans og Samfylkingarinnar, störfum fyrir ASÍ og Félags- og tryggingamálaráðuneytið og kynnum sínum af sænsku samfélagi. „Þar bjó ég í sex ár og lauk magisterprófi í hagfræði frá Uppsalaháskóla eftir að hafa lokið B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sem varaformaður Samfylkingarinnar í Reykjavík hef ég tekið þátt í öflugu grasrótarstarfi undanfarin ár. Á þeim vettvangi hef ég skynjað styrk hins almenna flokksmanns sem gat ekki liðið leyndarhyggju, spillingu og verkkvíða fyrrum samstarfsflokks Samfylkingarinnar." Hún segir hrun bankakerfisins með tilheyrandi efnahagskreppu hafa leitt til óánægju almennings og vantrausts á stjórnmálamönnum og stjórnsýslu landsins. „Við þessu þarf flokkurinn að bregðast með víðtækri uppstokkun og endurnýjun, jafnt á fólki sem starfsháttum. Ég hef alltaf leitast við að vera trú sannfæringu minni og þann 9. október 2008 sagði ég mig úr bankaráði Seðlabanka Íslands eftir að hafa skorað á bankastjórana að víkja. Markmið mitt var og er að bankinn endurheimti traust eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Í kjölfarið hvatti ég einnig til að stokkað væri upp í Fjármálaeftirliti og ríkisstjórn og að gengið yrði til kosninga." Að lokum segist hún hafa fengið fjölda áskorana og eftir vandlega íhugun hafi hún ákveðið að bjóða fram krafta sína til þessa mikilvæga verkefnis. „Í prófkjöri gefst flokksmönnum einstakt tækifæri til að endurnýja flokkinn, styrkja stöðu hans og endurvinna traust kjósenda." Sigríður er 40 ára, gift Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi. Hún á fjögur börn á aldrinum 3ja til 17 ára. Kosningar 2009 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ætlar að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá Sigríði segist hún vilja taka þátt í að móta farsælt og sterkt jafnaðar- og lýðræðissamfélag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti og sanngirni að norrænni fyrirmynd. „Þetta eru mín leiðarljós um leið og ég hafna leið sérhagsmuna, einkavinavæðingar og hjarðhegðunar sem ógna lýðræði og faglegum vinnubrögðum," segir Sigríður meðal annars. Hún segir stjórnmálaskoðanir sínar hafa mótast af þátttöku í starfi Kvennalistans og Samfylkingarinnar, störfum fyrir ASÍ og Félags- og tryggingamálaráðuneytið og kynnum sínum af sænsku samfélagi. „Þar bjó ég í sex ár og lauk magisterprófi í hagfræði frá Uppsalaháskóla eftir að hafa lokið B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sem varaformaður Samfylkingarinnar í Reykjavík hef ég tekið þátt í öflugu grasrótarstarfi undanfarin ár. Á þeim vettvangi hef ég skynjað styrk hins almenna flokksmanns sem gat ekki liðið leyndarhyggju, spillingu og verkkvíða fyrrum samstarfsflokks Samfylkingarinnar." Hún segir hrun bankakerfisins með tilheyrandi efnahagskreppu hafa leitt til óánægju almennings og vantrausts á stjórnmálamönnum og stjórnsýslu landsins. „Við þessu þarf flokkurinn að bregðast með víðtækri uppstokkun og endurnýjun, jafnt á fólki sem starfsháttum. Ég hef alltaf leitast við að vera trú sannfæringu minni og þann 9. október 2008 sagði ég mig úr bankaráði Seðlabanka Íslands eftir að hafa skorað á bankastjórana að víkja. Markmið mitt var og er að bankinn endurheimti traust eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Í kjölfarið hvatti ég einnig til að stokkað væri upp í Fjármálaeftirliti og ríkisstjórn og að gengið yrði til kosninga." Að lokum segist hún hafa fengið fjölda áskorana og eftir vandlega íhugun hafi hún ákveðið að bjóða fram krafta sína til þessa mikilvæga verkefnis. „Í prófkjöri gefst flokksmönnum einstakt tækifæri til að endurnýja flokkinn, styrkja stöðu hans og endurvinna traust kjósenda." Sigríður er 40 ára, gift Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi. Hún á fjögur börn á aldrinum 3ja til 17 ára.
Kosningar 2009 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira