Björn: Aldrei spurning í síðari hálfleik Elvar Geir Magnússon skrifar 7. júlí 2009 21:57 Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis. Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira