Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs 10. nóvember 2009 08:10 Marc Deier. Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Málið hefur vakið mikla athygli vestan hafs og skrifað er um það m.a. á Bloomberg og Reuters. Þar kemur fram að Miller sé þriðji maðurinn sem játað hefur sök í málinu. Réttarhald er hafið yfir Miller fyrir dómstóli á Manhattan í New York. Deier og Miller reyndu að spranga skuldabréfinu inn á tvo vogunarsjóði. Í samskiptum við fyrri sjóðinn var Miller í gerfi fulltrúa frá kanadískum lífeyrissjóði og í seinna tilfellinu kynnti hann sig sem forstjóra íslensks vogunarsjóðs. Fram kom við réttarhaldið að áður en Miller hafði samband við seinni sjóðinn í gerfi vogunarsjóðsstjórans hafi Dreier hringt til Íslands til að athuga hvernig veðrið væri í Reykjavík. Kom hann þeim upplýsingum svo til Miller svo hann gæti verið meira sannfærandi í hlutverkinu. Miller segir að hann hafi fengið 100.000 dollara frá Dreier fyrir þessi viðvik. Miller á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en hann vinnur nú með saksóknara málsins í von um að fá mildari dóm. Miller starfaði sem lögmaður SEC á árunum 1983 til 1986. Marc Dreier var sakfelldur fyrir fjársvik upp á 400 milljónir dollara í gegnum svokölluð ponzi-svik. Deier rak um tíma lögmannsstofu í New York með 25 starfsmönnum en sú stofa er nú gjaldþrota. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Málið hefur vakið mikla athygli vestan hafs og skrifað er um það m.a. á Bloomberg og Reuters. Þar kemur fram að Miller sé þriðji maðurinn sem játað hefur sök í málinu. Réttarhald er hafið yfir Miller fyrir dómstóli á Manhattan í New York. Deier og Miller reyndu að spranga skuldabréfinu inn á tvo vogunarsjóði. Í samskiptum við fyrri sjóðinn var Miller í gerfi fulltrúa frá kanadískum lífeyrissjóði og í seinna tilfellinu kynnti hann sig sem forstjóra íslensks vogunarsjóðs. Fram kom við réttarhaldið að áður en Miller hafði samband við seinni sjóðinn í gerfi vogunarsjóðsstjórans hafi Dreier hringt til Íslands til að athuga hvernig veðrið væri í Reykjavík. Kom hann þeim upplýsingum svo til Miller svo hann gæti verið meira sannfærandi í hlutverkinu. Miller segir að hann hafi fengið 100.000 dollara frá Dreier fyrir þessi viðvik. Miller á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en hann vinnur nú með saksóknara málsins í von um að fá mildari dóm. Miller starfaði sem lögmaður SEC á árunum 1983 til 1986. Marc Dreier var sakfelldur fyrir fjársvik upp á 400 milljónir dollara í gegnum svokölluð ponzi-svik. Deier rak um tíma lögmannsstofu í New York með 25 starfsmönnum en sú stofa er nú gjaldþrota.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira