Toyota að slá toppliðin út 4. mars 2009 08:40 Timo Glock á Toyota hefur verið fljótastur allra tvo daga í röð. Mynd: Getty Images Timo Glock á Toyota hefur verið sprettharður síðustu daga á Jerez brautinni á Spáni, en æfingar þar eru liður í undirbúningi Formúlu 1 liða fyrir tímabilið sem hefst í lok mars. Glock var sneggstur þegar rigndi á mánudag og einnig í gær, en Felipe Massa á Ferrari reyndist næst fljótastur báða dagana. "Það er ljóst að 2009 bíllinn er fljótari en 2008 bíllinn. Svo henta nýju sléttu kappakstursdekkin mér betur en ella. Ég hef notað slík dekk í fjölda ára og fékk nokkur grá hár við að prófa dekkin með raufum sem voru notuð í fyrra. Ég vandist þeim þó, en þessi eru betri", sagði Glock eftir æfingarnar í gær. Misjafnt er hvort keppnislið ætla að nota KERS kerfið svokallað sem býður upp á aukin kraft í tæpar 7 sekúndur í hring, en sum lið telja búnaðinn ekki nægilega traustan fyrir fyrsta mót. Búnaðurinn á að auka möguleika á framúrakstri. Formúlu 1 liðin verða á Jerez í dag og á morgun, en síðan er hlé til mánudags. Þá aka keppendur á Barcelona brautinni á Spáni í fjóra daga. Má búast við öllum liðum þar, en Stöð 2 Sport verður þar á staðnum við undirbúningi á fyrstu þáttum um Formúlu 1. Fyrsti þáttur verður 18. mars. Sjá meira um Toyota bílinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Timo Glock á Toyota hefur verið sprettharður síðustu daga á Jerez brautinni á Spáni, en æfingar þar eru liður í undirbúningi Formúlu 1 liða fyrir tímabilið sem hefst í lok mars. Glock var sneggstur þegar rigndi á mánudag og einnig í gær, en Felipe Massa á Ferrari reyndist næst fljótastur báða dagana. "Það er ljóst að 2009 bíllinn er fljótari en 2008 bíllinn. Svo henta nýju sléttu kappakstursdekkin mér betur en ella. Ég hef notað slík dekk í fjölda ára og fékk nokkur grá hár við að prófa dekkin með raufum sem voru notuð í fyrra. Ég vandist þeim þó, en þessi eru betri", sagði Glock eftir æfingarnar í gær. Misjafnt er hvort keppnislið ætla að nota KERS kerfið svokallað sem býður upp á aukin kraft í tæpar 7 sekúndur í hring, en sum lið telja búnaðinn ekki nægilega traustan fyrir fyrsta mót. Búnaðurinn á að auka möguleika á framúrakstri. Formúlu 1 liðin verða á Jerez í dag og á morgun, en síðan er hlé til mánudags. Þá aka keppendur á Barcelona brautinni á Spáni í fjóra daga. Má búast við öllum liðum þar, en Stöð 2 Sport verður þar á staðnum við undirbúningi á fyrstu þáttum um Formúlu 1. Fyrsti þáttur verður 18. mars. Sjá meira um Toyota bílinn
Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira