Hrunflokkastjórn 7. október 2009 06:00 Allt útlit er fyrir að einungis þrír flokkar séu starfhæfir á Alþingi þessa dagana: Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hinir tveir flokkarnir eru í svo bágbornu ástandi að þeir geta varla stýrt sér sjálfum. Borgarahreyfingin missti þingmann frá borði strax í sumar. Skömmu síðar sagði þingflokkur hreyfingarinnar skilið við megnið af baklandinu og hélt sína leið undir nýju nafni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er klofin í herðar niður og bíður nú komu Steingríms formanns, sem væntanlegur er til landsins í dag. Máttur hans má vera mikill til að honum lukkist að binda hópinn svo saman að það dugi lengur en að næstu dagblaðafyrirsögn eða beinu sjónvarpsútsendingu. Vandamál VG er augljóst óþol í hluta þingflokksins og grasrótarinnar fyrir því að vera orðinn valdaflokkur og hluti af kerfinu. Þetta er auðvitað grátleg staða fyrir þann hluta VG sem vill leggja sitt af mörkum við stjórn landsins. Þar fer fremstur í flokki Steingrímur J. Sigfússon. Frammistaða hans í ríkisstjórn hefur fest hann í sessi sem yfirburða forystumann í íslensku stjórnmálalífi. Maður þarf ekki að vera samstiga honum í pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að þá pattstöðu, sem er komin upp á pólitíska sviðinu, má að drjúgum hluta rekja til mistaka Steingríms á fyrstu dögum hans í fjármálaráðuneytinu. Í stað þess að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokka til liðs við samninganefndina um Icesave, kaus hann að gera samherja sinn, Svavar Gestsson, að tákngervingi samninganna. Þar missti Steingrímur af tækifæri til að gera stjórnarandstöðuflokkana samseka um þennan óumflýjanlega ógnarsamning en lagði þeim þess í stað í hendur beitta fleyga til að reka inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Þá hefur stjórnarandstaðan nýtt sér af svo miklum krafti að ríkisstjórnin er nú í besta falli stórlega lemstruð, ef ekki beinlínis dauðvona. Ef stjórnin gefur upp öndina er spurningin hvað tekur við. Þjóðstjórn vilja sumir meina. Aðrir segja utanþingsstjórn. Báðir kostir eru vondir. Ekki er líklegt að slíkar ríkisstjórnir gangi hratt og fumlaust til verka. Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem mest hafa hamast, virðast ekki áfjáðir í að taka við stjórn landsins. Enda engin furða. Feiknar niðurskurður í umsvifum ríkisins er að sjálfsögðu ekki líklegur til vinsælda. Leiðin úr þessari stöðu gæti verið að Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bitu á jaxlinn og tækju að sér saman stjórnina og óhjákvæmilegar óvinsældir. Einhverjir þyrftu að taka eina, tvær u-beygjur svo slíkt samstarf gæti blessast, en við höfum nýleg dæmi um að slíkar æfingar þurfa ekki að vefjast fyrir mönnum. Hrunflokkastjórnin gæti hún kallast og verkefni hennar væri auðvitað tiltekt eftir þá flokka sem hana mynda, auk hraðrar stefnumörkunar í stóriðjumálum og uppbyggingar atvinnulífsins. VG væri þá komin í stjórnarandstöðu og allt aftur eins og það á að sér að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að einungis þrír flokkar séu starfhæfir á Alþingi þessa dagana: Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hinir tveir flokkarnir eru í svo bágbornu ástandi að þeir geta varla stýrt sér sjálfum. Borgarahreyfingin missti þingmann frá borði strax í sumar. Skömmu síðar sagði þingflokkur hreyfingarinnar skilið við megnið af baklandinu og hélt sína leið undir nýju nafni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er klofin í herðar niður og bíður nú komu Steingríms formanns, sem væntanlegur er til landsins í dag. Máttur hans má vera mikill til að honum lukkist að binda hópinn svo saman að það dugi lengur en að næstu dagblaðafyrirsögn eða beinu sjónvarpsútsendingu. Vandamál VG er augljóst óþol í hluta þingflokksins og grasrótarinnar fyrir því að vera orðinn valdaflokkur og hluti af kerfinu. Þetta er auðvitað grátleg staða fyrir þann hluta VG sem vill leggja sitt af mörkum við stjórn landsins. Þar fer fremstur í flokki Steingrímur J. Sigfússon. Frammistaða hans í ríkisstjórn hefur fest hann í sessi sem yfirburða forystumann í íslensku stjórnmálalífi. Maður þarf ekki að vera samstiga honum í pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að þá pattstöðu, sem er komin upp á pólitíska sviðinu, má að drjúgum hluta rekja til mistaka Steingríms á fyrstu dögum hans í fjármálaráðuneytinu. Í stað þess að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokka til liðs við samninganefndina um Icesave, kaus hann að gera samherja sinn, Svavar Gestsson, að tákngervingi samninganna. Þar missti Steingrímur af tækifæri til að gera stjórnarandstöðuflokkana samseka um þennan óumflýjanlega ógnarsamning en lagði þeim þess í stað í hendur beitta fleyga til að reka inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Þá hefur stjórnarandstaðan nýtt sér af svo miklum krafti að ríkisstjórnin er nú í besta falli stórlega lemstruð, ef ekki beinlínis dauðvona. Ef stjórnin gefur upp öndina er spurningin hvað tekur við. Þjóðstjórn vilja sumir meina. Aðrir segja utanþingsstjórn. Báðir kostir eru vondir. Ekki er líklegt að slíkar ríkisstjórnir gangi hratt og fumlaust til verka. Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem mest hafa hamast, virðast ekki áfjáðir í að taka við stjórn landsins. Enda engin furða. Feiknar niðurskurður í umsvifum ríkisins er að sjálfsögðu ekki líklegur til vinsælda. Leiðin úr þessari stöðu gæti verið að Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bitu á jaxlinn og tækju að sér saman stjórnina og óhjákvæmilegar óvinsældir. Einhverjir þyrftu að taka eina, tvær u-beygjur svo slíkt samstarf gæti blessast, en við höfum nýleg dæmi um að slíkar æfingar þurfa ekki að vefjast fyrir mönnum. Hrunflokkastjórnin gæti hún kallast og verkefni hennar væri auðvitað tiltekt eftir þá flokka sem hana mynda, auk hraðrar stefnumörkunar í stóriðjumálum og uppbyggingar atvinnulífsins. VG væri þá komin í stjórnarandstöðu og allt aftur eins og það á að sér að vera.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun