Hollenskir fjölmiðlar greina frá því í dag að þjálfarinn Martin Jol hjá Hamburg í Þýskalandi hafi samþykkt munnlega að taka við stórliði Ajax í heimalandi sínu eftir aðeins eitt ár í Þýskalandi.
Jol náði frábærum árangri með HSV framan af vetri en heldur hefur hallað undan fæti síðan. Jol var áður hjá Tottenham á Englandi.