Ekkert gengur upp hjá BMW 25. maí 2009 09:44 Vélin sprakk hjá Robert Kubica á æfingu og það lagði línurnar fyrir slaka helgi hjá BMW. Mynd: Getty Images Formúlu 1 lið BMW gekk afleitlega í kappakstrinum í Mónakó í gær á ári sem átti að vera til titilsóknar. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá BMW og liðið er hvergi nærri toppnum. BMW mætir með nýjan loftdreifi og KERS kerfið í næsta mót sem er í Tyrklandi "Við verðum betri í Tyrklandi, en vissulega hefur þetta verið snúið og erfitt hjá okkur. Við vorum á siglingu upp á við í þrjú ár, en núna gengur ekkert. Við vitum hvað við getum og við verðum að hugsa jákvætt", sagði Mario Thiessen framkvæmdarstjóri BMW. Ökumenn BMW og Toyota voru í tómu basli í Mónakó, á æfingum, tímatöku og keppninni. "Við vorum í vandræðum með að ná hita í dekkin, þar sem það var ekki nógu mikið niðurtog frá yfirbyggingu bílsins. Það gekk því illa í tímatökunni og við sátum eftir og vorum eins og farþegar í keppninni", sagði Thiessen. Robert Kubica er stiglaus á árinu, en hann leiddi meistarakeppnina um tíma í fyrra, en Nick Heidfeld er með 6 stig í stgakeppni ökumanna. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 lið BMW gekk afleitlega í kappakstrinum í Mónakó í gær á ári sem átti að vera til titilsóknar. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá BMW og liðið er hvergi nærri toppnum. BMW mætir með nýjan loftdreifi og KERS kerfið í næsta mót sem er í Tyrklandi "Við verðum betri í Tyrklandi, en vissulega hefur þetta verið snúið og erfitt hjá okkur. Við vorum á siglingu upp á við í þrjú ár, en núna gengur ekkert. Við vitum hvað við getum og við verðum að hugsa jákvætt", sagði Mario Thiessen framkvæmdarstjóri BMW. Ökumenn BMW og Toyota voru í tómu basli í Mónakó, á æfingum, tímatöku og keppninni. "Við vorum í vandræðum með að ná hita í dekkin, þar sem það var ekki nógu mikið niðurtog frá yfirbyggingu bílsins. Það gekk því illa í tímatökunni og við sátum eftir og vorum eins og farþegar í keppninni", sagði Thiessen. Robert Kubica er stiglaus á árinu, en hann leiddi meistarakeppnina um tíma í fyrra, en Nick Heidfeld er með 6 stig í stgakeppni ökumanna.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira