Tvö efstu lið 1. deildar karla mætast í toppslag á Selfossi í kvöld. Heimamenn í Selfossi taka þá á móti Haukum. Selfoss er í efsta sætinu og hefur þriggja stiga forskot á Hauka sem getur náð toppsætinu af þeim með sigri.
Selfyssingar hafa ekki tapað í fimm heimaleikjum sínum í sumar en liðið hefur náð þar í 13 af 15 mögulegum stigum og er með markatöluna 8-2. Haukar hafa náð í 10 af 15 mögulegum stigum í fimm útileikjum sínum.
Leikur liðanna hefst klukkan 20.00 og á sama tíma mætast HK og ÍA á Kópavogsvelli en það eru einmitt liðin sem féllu úr úrvalsdeildinni síðasta haust. HK byrjaði mun betur en Skagamenn, sem byrjuðu mjög illa, geta komist upp fyrir HK-inga með sigri í kvöld.