Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum hefur CSKA Moskva tekið tilboði AC Milan í serbneska miðvallarleikmanninn Milos Krasic.
Krasic gengur þó ekki formlega til liðs við AC Milan fyrr en næsta sumar en kaupverðið er sagt vera um fimmtán milljónir evra.
Hann hefur skorað sex mörk í rússnesku úrvalsdeildinni til þessa en hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid og önnur stórlið í Evrópu.