Fyrri hálfleikur hefur verið tíðindalítill hjá KR og Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld og staðan enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks.
Gestirnir í Larissa hafa verið meira með boltann án þess þó að skapa sér nein alvöru marktækifæri.
KR-ingar eru skipulagðir varnarlega ogbaráttuglaðir en þeim gengur illa að byggja upp hættulegar sóknir. Bestu möguleikar KR til þess að skora í fyrri hálfleik komu upp úr föstum leikatriðum.
Það er ljóst að KR-ingar þurfa að halda haus áfram í síðari hálfleik gegn fljótum og tæknilega góðum Grikkjum og þá eru Vesturbæingunum allar dyr opnar í þessum leik.