Fótbolti

Torres fékk sprautu og grátbað um að fá að spila

Torres tók ekki í mál að missa af leik gegn Real Madrid
Torres tók ekki í mál að missa af leik gegn Real Madrid AFP

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gefið það upp að Fernando Torres hafi verið sprautaður með varkjalyfjum í ökklann fyrir leikinn gegn Real Madrid í gær.

Torres, sem um árabil lék með erkifjendum Real í Atletico, vildi ekki heyra á það minnst að missa af tækifæri til að skora á móti Real í Meistaradeildinni.

"Fernando var aðeins búinn að æfa létt í þrjá daga en hann vildi ólmur fá að spila. Hann reyndi sitt besta til að fá mig til að leyfa sér að spila og sagði mér að hann væri í 100% standi til að taka þátt í leiknum. Hann þurfti samt að fá sprautu í ökklann og var mjög þétt vafinn. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir hann að fá að spila þennan leik, sérstaklega af því hann var gegn Real og okkur fannst rétt að taka áhættuna á að leyfa honum að spila," sagði Benitez í samtali við Daily Express.

Torres var ekki lengi að láta finna fyrir sér í leiknum og kom heimamönnum á bragðið eftir aðeins 16 mínútur. Liverpool vann leikinn 4-0 og undirstrikaði enn og aftur styrk sinn í Evrópukeppninni.

Torres hafði aðeins einu sinni áður skorað mark á móti Real Madrid og verið í sigurliði á móti spænsku risunum.

"Sársaukinn skipti mig ekki máli. Ég hef þrjá daga til að jafna mig fyrir leikinn gegn Manchester United og ég hugsa að ég verði leikfær," sagði framherjinn sterki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×