Federer getur komist í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 06:00 Rafael Nadal og Roger Federer - tveir bestu tenniskappar heims. Nordic Photos / AFP Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu." Erlendar Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu."
Erlendar Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn