Hafnaboltaleikmaðurinn Manny Ramirez, sem var dæmdur í 50 leikja bann fyrir notkun á ólöglegum efnum, hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar.
Ramirez hitti félaga sína í Los Angeles Dodgers í Flórída þar sem var haldinn liðsfundur á hóteli liðsins.
Þar faðmaði Ramirez alla félaga sína að sér eftir að hafa beðist afsökunar. Sjónarvottur sagði augljóst að Ramirez hefði þótt það erfitt enda hefði hann verið vandræðalegur.
Talið er að eigandi félagsins hafi farið fram á að Ramirez bæði félaga sína afsökunar en þeim sjálfum fannst það algjör óþarfi.