Íslenska kvennalandsliðið tafðist í mikilli umferð á leiðinni á leikstað en stelpurnar áttu að mæta Dönum klukkan 13.00.
Stelpurnar okkar eru komnar í gegn umferðateppuna og farnar að hita um en leiknum var seinkað um hálftíma eða til klukkan 13.30.
Ísland hefur aldrei unnið Dani hjá A-landsliðum kvenna en þetta verður fjórði landsleikur þjóðanna. Danir unnu 2-0 þegar liðin mættust í Algarve-bikarnum í mars.