Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var sneggstur á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna sem verður í hádeginu í dag á Monza brautinni á Ítalíu. Hann var þó aðeins 68/1000 á undan Jenson Button á Brawn.
Nick Heidfeld á BMW varð þriðji og Rubens Barrichello á Brawn fjórði á undan Lewis Hamilton á McLaren. Bílar með Mercedes vélar voru í fimm af sex efstu sætinum.
Ferrari á heimavelli var ekki í góðum málum, Kimi Raikkönen varð tólfti og Giancarlo Fisichella keyrði á varnarvegg í sinni fyrstu mótshelgi með Ferrari. Hann tapaði því dýrmætum æfingatíma´í brautinni.
Bein útsending er frá tímatökunni kl. 11:45 á Stöð 2 Sport.